SKILMÁLAR FOSS LÖGMANNA SLF. UM NOTKUN Á VEFKÖKUM OG ÖRYGGI VEFSINS
1. Almennt
1.1. Skilmálar þessir varða vefkökur og öryggi heimasíðu Foss lögmanna slf., kt. 600918-0360, Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík („Foss lögmenn“), á léninu www.fosslogmenn.is.
2. Vefkökur
2.1. Við notkun á heimasíðu Foss lögmanna verða til upplýsingar um heimsóknina, svokallaðar vefkökur (e. cookies). Tilgangur með umræddum vefkökum er að bæta virkni síðunnar og gera Foss lögmönnum kleyft að greina notkun vefsins.
2.2. Vefkökur eru litlar textaskrár sem vistaðar eru á tölvu eða öðrum snjalltækjum þegar heimasíða Foss lögmanna er heimsótt. Þær vefkökur sem heimasíða Foss lögmanna notar má skipta í þrjá flokka:
(A) Vefkökur sem er eytt við hverja heimsókn
Við heimsókn á heimasíðuna verður til vefkaka sem er ætluð þann tilgang að greina umferð um vefsíðuna og safna tölfræðiupplýsingum um hvaða hluta síðunnar hver notandi er helst að skoða. Þær vefkökur sem verða til vegna þeirrar skoðunar eyðast sjálfkrafa leið og hver notandi lokar síðunni.
(B) Vefkökur sem geymdar er á búnaði notanda í tvö ár frá hverri heimsókn
Við fyrstu heimsókn á heimasíðuna verður til vefkaka sem notuð til að greina hvort umræddur notandi hafi áður heimsótt heimasíðu Foss lögmanna og þannig hvort viðkomandi hafi t.a.m. fengið upplýsingar um að heimasíðan noti vefkökur. Umrædd vefkaka er geymd í búnaði notanda í allt að tvö ár.
(C) Vefkökur frá þriðja aðila
Foss lögmenn nota Google Analytics til að safna gögnum en þar koma fram upplýsingar um hverja heimsókn, hversu lengi heimsóknin varði, hvert notandi fór innan vefsíðunnar og hvar hann fór af léninu.
3. Persónuupplýsingar
3.1. Allar persónuupplýsingar sem kunna að verða til við notkun á vefkökum verða meðhöndlaðar og unnið með í samræmi við ákvæði laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu Foss lögmanna.
3.2. Foss lögmenn lýsa því yfir að ekki verði unnið með slíkar upplýsingar í öðrum tilgangi en að ofan greinir og þá verða upplýsingarnar ekki varðveittar lengur en þörf krefur miðað við tilgang vinnslu. Persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema lög kveði á um það.
4. Leiðbeiningar um að eyða vefkökum
4.1. Notendur vefsíðunnar geta ávallt eytt þeim vefkökum sem hafa orðið til á búnaði hans. Leiðbeiningar um slíkt má finna fyrir eftirfarandi netvafra:
Fyrir chrome.
Fyrir Internet Explorer
Fyrir Mozilla Firefox
Fyrir Safari
5. Dulkóðun á efni
5.1. Vefsíða Foss lögmanna er með virkt SSL-leyfi. SSL-leyfi gefur til kynna að vefsíða notast við dulkóðun á öllu efni. HTTPS (e. Hypertext Transfer Protocol Secure) eru samskiptareglur milli notenda og vefsíðu sem verndar heiðarleika og trúnað allra þeirra upplýsinga sem flæða á milli tölvu notandans og vefsíðunnar.
5.2. HTTPS öryggi á heimasíðu Foss lögmanna er þríþætt:
(A) Dulkóðun:
Öll gögn sem fara á milli tölvu notanda og vefsíðu eru dulkóðuð til að vernda þau gegn þeim sem reyna að „hlusta“ á gögnin. Á meðan notandi vafrar um vefsíðuna tryggir dulkóðunin það að enginn geti „hlustað“ á það sem notandinn gerir á síðunni og stolið upplýsingunum.
(B) Heiðarleiki gagnanna:
Á ferð sinni milli tölvu notandans og vefsíðu helst heiðarleiki gagnanna, þ.e. ekki er hægt að breyta og/eða sýkja gögnin á ferðalaginu, án þess að slíkt uppgötvist.
(C) Auðkenning:
Gengur úr skugga um að notandi vefsíðunnar sé í samskiptum við vefsvæðið. Auðkenning verndar þannig notandann gegn svokölluðum manninum í miðjunni-árásum (e. Man in the middle).
Skilmálar þessir voru settir 7. október 2019.